Keflavík hefur tekið 1-0 forystu í úrslitum Domino´s deildar kvenna gegn KR en Keflvíkingar voru rétt í þessu að vinna öruggan sigur í leik liðanna í Toyota-höllinni. Lokatölur 70-52 Keflavík í vil.
Keflvíkingar völtuðu yfir andlausa KR-inga í fjórða leikhluta og stigahæst í liði heimakvenna var Jessica Jenkins með 23 stig og Birna Valgarðsdóttir bætti við 14 stigum. Hjá KR var Shannon McCallum með 26 stig og 10 fráköst og Björg Guðrún Einarsdóttir gerði 11 stig.
Keflavík-KR 70-52 (18-14, 11-15, 18-12, 23-11)
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 23/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst/7 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 4/5 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 1, Telma Lind Ásgeirsdóttir 1, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0.
KR: Shannon McCallum 26/10 fráköst/8 stolnir, Björg Guðrún Einarsdóttir 11/4 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 6/10 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4, Helga Einarsdóttir 2/5 fráköst, Ína María Einarsdóttir 2/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1, Sólrún Sæmundsdóttir 0, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 0/9 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Hafrún Hálfdánardóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.