Kári Jónsson skoraði lygilega sigurkörfu í kvöld þegar Haukar tóku 2-0 forystu í 8-liða úrslitum gegn Keflavík. Naglbítur, Keflavík átti skot sem geigaði og frákastið endaði hjá Kára sem skaut frá sinni eigin vítalínu og tryggði Haukum sigurinn! Ótrúlegur endir á spennuslag og vafalítið einhver glæsilegasta karfa sem sést hefur í íslenskum körfubolta! Lokatölur 82-85 Hauka í vil. Á sama tíma höfðu TIndastólsmenn það náðugt í Grindavík með öruggum 83-114 útisigri. Tindastóll leiðir því einvígi sitt líka 2-0 gegn Grindavík.
Lokaspretturinn í Keflavík fer í sögubækurnar því Kári Jónsson gerði 6 stig á 3,4 sekúndum! Fyrst setti hann niður þrjú pressuvíti og svo þrist yfir endilangan völlinn! Reggie Miller, Isiah Thomas hvað….
Staðan:
KR 2 – 0 Njarðvík
ÍR 1 – 1 Stjarnan
Haukar 2 – 0 Keflavík
Tindastóll 2 – 0 Grindavík
Keflavík-Haukar 82-85 (27-17, 17-24, 22-10, 16-34)
Keflavík: Guðmundur Jónsson 23, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/4 fráköst/7 stoðsendingar, Christian Dion Jones 12/6 fráköst, Reggie Dupree 9/7 fráköst, Magnús Már Traustason 9, Ágúst Orrason 6, Ragnar Örn Bragason 5, Dominique Elliott 3/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 0, Andri Daníelsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Haukar: Kári Jónsson 27/5 fráköst/8 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 24/12 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst/3 varin skot, Breki Gylfason 5/4 fráköst, Emil Barja 2/4 fráköst, Hjálmar Stefánsson 2, Kristján Leifur Sverrisson 2/4 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Hilmar Pétursson 0, Óskar Már Óskarsson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson, Davíð Kristján Hreiðarsson
Viðureign: 0-2
Grindavík-Tindastóll 83-114 (14-20, 25-28, 24-30, 20-36)
Grindavík: Dagur Kár Jónsson 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 17/5 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 12/4 fráköst, J'Nathan Bullock 11/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/6 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 5, Jóhann Árni Ólafsson 4, Þorsteinn Finnbogason 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Magnús Már Ellertsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Davíð Ingi Bustion 0/5 fráköst.
Tindastóll: Antonio Hester 28/7 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 26, Axel Kárason 17, Pétur Rúnar Birgisson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Chris Davenport 9/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 7/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 7/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 5/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Friðrik Þór Stefánsson 1, Finnbogi Bjarnason 0, Viðar Ágústsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Viðureign: 0-2
Mynd/ Davíð Eldur – Svægi er í lagi hjá Kára Jónssyni.



