spot_img
HomeFréttirÚrslit Íslendinga erlendis: Randers á siglingu

Úrslit Íslendinga erlendis: Randers á siglingu

8:12

{mosimage}

Helgi Freyr Margeirsson sækir að Åbyhøjmönnum 

Helgi Freyr Margeirsson og félagar í Randers Cimbria (4-5) eru að rétta úr kútnum í dönsku úrvalsdeildinni. Í gær heimsóttu þeir Åbyhøj í Árósum og sigruðu 85-76 og eru því búnir að vinna þrjá leiki í röð, þar af tvo á útivelli.

 

Helgi Freyr lék í tæpar 25 mínútur í leiknum og skoraði 8 stig auk þess að taka 3 fráköst og stela 3 boltum.Logi Gunnarsson er að komast á skrið eftir meiðsli og var í byrjunarliði Gijon (8-1) sem tók á móti Cai Huesca Cosarsa í spænsku LEB platinum deildinni. Um spennuleik var að ræða sem endaði í framlenginu sem Gijon vann með 5 stigum og leikinn 99-94. Logi lék í 12 mínútur og skoraði 2 stig.

Huelva (6-3) fékk Alerta Cantabria í heimsókn á föstudagskvöldið og sigraði 76-68 í spænsku LEB gull deildinni. Damon Johnson skoraði 2 stig í leiknum en Pavel Ermolinskij var ekki með.

Halldór Karlsson og félagar í Horsens BC (6-0) heimsóttu Skovbakken 4 í gær og unnu öruggan sigur 91-57 og eru því enn ósigraðir í dönsku 3. deildinni.

{mosimage}

Ágúst Angantýsson í leik með AUM 

Ágúst Angantýsson og félagar í AUM skólanum eru þessa dagana í New Orleans þar sem þeir m.a. mættu Southern háskólanum. AUM sigraði örugglega 77-64 og lék Ágúst í 16 mínútur en tókst ekki að koma knettinum í gegnum körfuna.

Catawba skólinn tapaði sínum öðrum leik í röð þegar liðið tapaði fyrir Virginia State skólanum 83-92 á heimavelli. Finnur Magnússon lék í 10 mínútur í leiknum en tókst ekki að komast á blað.

María Ben Erlingsdóttir og stöllur í UTPA skólanum töpuðu á dögunum  stórt fyrir Baylor skólanum 76-39 á útivelli. María lék í 24 mínútur og skoraði 4 stig en hún meiddist í leiknum og lék ekki með þegar liðið tapaði fyrir Houston-Tillotson skólanum  86-48.

[email protected]

Mynd af Helga Frey: Helgi Freyr Margeirsson

Mynd af Ágústi: www.aum.edu

 

Fréttir
- Auglýsing -