spot_img
HomeFréttirÚrslit Íslendinga erlendis: Mörg töp en Damon vann með nýju liði

Úrslit Íslendinga erlendis: Mörg töp en Damon vann með nýju liði

20:15

{mosimage}

Randers Cimbria (4-6) tók á móti Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í dag og eftir hörkuleik fór silfurliðið frá síðasta ári heim með sigurinn 76-72. Helgi Freyr lék í 30 mínútur í leiknum og skoraði 7 stig.

 

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Univer (4-4) lágu á heimavelli 76-83 gegn P.L. Dombóvár eftir jafnan og spennandi leik. Jakob skoraði 11 stig í leiknum auk þess að taka 5 fráköst, stela 4 boltum og gefa 4 stoðsendingar á þeim 37 mínútum sem hann spilaði. 

Helena Sverrisdóttir skoraði 5 stig fyrir lið sitt TCU í nótt þegar liðið tapaði á heimavelli gegn California 55-74. 

Damon Johnson lék sinn fyrsta leik fyrir nýja liðið sitt Alerta Cantabria í dag þegar liðið tók á móti Ford Burgos. Gestirnir fóru með sigurinn heim 81-74 og var Damon stigahæstur heimamanna með 13 stig.  

Halldór Karlsson og félagar í Horsens BC (6-1) töpuðu sínum fyrsta leik í dönsku þriðju deildinni í dag þegar liðið lá á heimavelli fyrir Vejle 2 67-85. Þar með komst Vejle 2 uppfyrir Horsens BC. 

Það hvorki gengur né rekur hjá Grétari Guðmundssyni og félögum í Brønshøj (4-6) í dönsku annari deildinni því í dag lá liðið á útivelli gegn Hørsholm 2 66-56. 

Kvennalið Harlev (1-3) sigraði sinn fyrsta leik í dönsku annari deildinni á fimmtudag þegar liðið sigraði AB5 á heimavelli 63-46. Gunnur Bjarnadóttir skoraði 11 stig og Guðbjörg Stefánsdóttir 5. 

[email protected] 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -