spot_img
HomeFréttirÚrslit Íslendinga erlendis: Jón Arnór og Helgi Freyr sigruðu

Úrslit Íslendinga erlendis: Jón Arnór og Helgi Freyr sigruðu

12:21

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik fyrir Lottomatica Roma (6-3) sem sigrað Air Avellino á heimavelli í gær 106-90. Jón Arnór var í byrjunarliðinu og skoraði 4 stig á þeim 32 mínútum sem hann spilaði auk þess að taka 5 fráköst.

 

Randers Cimbria (3-5) vann sinn fyrsta útisigur í dönsku úrvalsdeildinni í ár þegar þeir sigruðu SISU í Kaupmannahöfn 73-65. Fyrstu þrír leikhlutarnir voru hnífjafnir en Randers hafði betur í lokin. Helgi Freyr Margeirsson skoraði 8 stig fyrir Randers og gaf 3 stoðsendingar.

Huelva (5-3) sótti sigur til Valencia um helgina þó leikmenn liðsins hafi ekki æft mikið síðustu vikur vegna verkfalls þeirra. Huelva lagði Aguas de Valencia 79-70 í spænsku LEB gull deildinni. Damon Johnson skoraði  7 stig og gaf 4 stoðsendingar en Pavel Ermolinskij kom inn á í rúma mínútu í sínum fyrsta leik eftir sjúkrahússlegu.

Darrel Lewis og félagar í Coopsette Rimini halda sigurgöngu sinni áfram og unnu Ignis Novara á heimavelli 89-74 um helgina. Darrel skoraði 6 stig og tók 5 fráköst.

Helena Sverrisdóttir skoraði 9 stig í fyrsta tapleik sínum með TCU skólanum. Liðið heimsótti LSU skólann og steinlá 74-54.

Auburn skólinn sem Ágúst Angantýsson spilar með vann þriðja æfingaleikinn í röð um helgina þegar liðið lagði Sprin Hill College 87-74. Ágúst var með 3 stig og 3 fráköst í leiknum.

Herlev (4-4) heimsótti Álaborg í dönsku 1. deildinni í gær og steinlá 99-80. Einir Guðlaugsson komst ekki á blað í leiknum þar sem hann var staddur á Íslandi.

Glostrup (4-4) með Kevin Grandberg komst loksins á flot aftur eftir 4 töp í röð. Liðið heimsótti Hørshølm 2 í dönsku 2. deildinni og sigraði 72-64

[email protected]

Mynd: Sveinn Pálmar Einarsson – [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -