spot_img
HomeFréttirÚrslit: ÍR og Grindavík leika til bikarúrslita

Úrslit: ÍR og Grindavík leika til bikarúrslita

Það verða Íslandsmeistarar Grindavíkur og ÍR sem leika munu til bikarúrslita í Laugardalshöll þann 22. febrúar næstkomandi. Grindavík lagði Þór í Röstinni í undanúrslitum í kvöld og ÍR hafði sigur í Síkinu gegn Tindastól og urðu þar með fyrsta lið landsins til þess að leggja Stólana að velli þetta tímabilið.
 
 
ÍR lagði Tindastól 79-87 þar sem Nigel Moore var með 18 stig og 14 fráköst en Antoine Proctor var með 27 stig og 8 fráköst í liði Tindastóls.
 
Grindavík lagði Þór Þorlákshöfn 93-84 þar sem Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 26 stig og 11 fráköst en Mike Cook Jr. var með 31 stig í liði Þórs.
 
Poweradebikarúrslit karla – Laugardalshöll 22. febrúar
Grindavík – ÍR
 
Grindavík-Þór Þ. 93-84 (32-19, 27-31, 14-20, 20-14)

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 26/11 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 23/13 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 19/16 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 11/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8/10 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0.
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 31/5 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 19/8 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 11/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 5, Nemanja Sovic 2/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Matthías Orri Elíasson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Guðmundsson, Björgvin Rúnarsson
Áhorfendur: 376
 
Tindastóll-ÍR 79-87 (23-14, 18-21, 15-25, 23-27)
 
Tindastóll: Antoine Proctor 27/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Pétur Rúnar Birgisson 11/8 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 8/4 fráköst, Darrell Flake 8/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7/9 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 0, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingimar Jónsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0.
ÍR: Nigel Moore 18/14 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 15/10 fráköst, Ragnar Örn Bragason 15, Sveinbjörn Claessen 11, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0, Birgir Þór Sverrisson 0, Arnar Ingi Ingvarsson 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rognvaldur Hreiðarsson, Jón Bender
  
Mynd/ úr útsendingu Tindastóll TV: ÍR-ingar fögnuðu vel í leikslok í Síkinu enda á leið í bikarúrslit síðar í mánuðinum.
Fréttir
- Auglýsing -