spot_img
HomeFréttirÚrslit í 7. flokki ? fréttir af fyrri degi

Úrslit í 7. flokki ? fréttir af fyrri degi

22:00

{mosimage}

Stjarnan lék best á laugardeginum.

Um helgina eru úrslit í 7. flokki drengja (leikmenn fæddir 1995 og síðar) í körfuknattleik. Mótið er í Smáranum og í lokakeppninni leika: Breiðablik, UMFN, Stjarnan, Þór (Þorlákshöfn) og KR.

Þegar mótið er hálfnað og öll liðin búinn með tvo leiki er staðan eftirfarndi:

Stjarnan           6 stig
UMFN            6 stig
Breiðablik        4 stig
Þór                   2 stig
KR                  2 stig

KR liðið lék mjög vel á móti UMFN í fyrstu lotunni og í lok hennar var UMFN yfir 8-6. Í annarri lotunni hvíldi hinn öflugi Maciej hjá UMFN, aðrir félagar hans stóðu upp og staðan í hálfleik var 8-8. KR byrjaði vel í 3. lotunni og leiddi í nokkurn tíma, en þá léku Njarðvíkingarnir Magni Jónsson (endaði með 14 stig) og Brynjar Guðnason  vel (endaði með 10 stig). Í lok lotunnar var staðan 29-23 fyrir UMFN. KR var inn í leiknum fyrri hluta fjórðu lotunnar en hafði ekki nægilega styrk til að skella UMFN í þessum leik. Maciej átti góðan leik fyrir UMFN og setti 22 stig. Högni Fjalarson var með 14 stig fyrir KR. KR lék lengst af góða vörn á mótu sterku og hávöxnu liði UMFN og hefðu með meiri sjálfstrú geta skellt þeim.

Blikar voru vel stemmdir í byrjun á móti Þór og komust í 15-2 eftir fyrstu lotuna. Staðan í hálfleik var 21-9 fyrir Breiðablik. Þór lék ágætlega í þriðju lotunni og voru undir 32-19. Síðan kom góð lota hjá Blikum og þeir kláruðu leikinn 52-31. Oddur var með 32 stig fyrir Blika og Valur lék vel og var með 9 stig. Erlendur Stefánsson lék ágætlega fyrir Þór og var með 10 stig.

Stjarnan lék sér að KR. Staðan eftir fyrstu lotuna var 19-3 og í hálfleik var staðan 30-4. Í fyrri hálfleik léku Stjörnumenn vel útfærðan varnar- og glæsilegan sóknarleik. Stjarnan lék vel í þriðju lotunni og var yfir 53-10. Í fjórðu lotunni hvíldi þjálfari Stjörnunnar lykilmenn og KR gekk á lagið og minnkaði muninn aðeins, leikurinn endaði 61-32. Stjarnan notaði 12 leikmenn í þessum leik og léku allir ágætlega. Tómas Þórður var góður í sókninni og setti niður 17 stig þrátt fyrir að leika aðeins hluta leiksins. KR strákar voru ekki tilbúnir í þennan leik, Hugi var þó ágætur í fjórðu lotunni og endaði með 15 stig.

Karfan.is tókst ekki að fá góðar upplýsingar um síðustu tvo leikina. UMFN vann Þór í fjórða leikinum með 13 stigum og eru því með fullt hús eftir fyrri daginn, en eiga tvo erfiða leiki eftir á sunnudeginum. Niðurröðunin er þannig á sunnudeginum að UMFN fær góða hvíld á milli leikjanna og gæti það skipt miklu

Í síðasta leiknum sigraði Stjarnan lið Breiðabliks með fjórum stigum. Miðað við úrslit fyrri dagins þá eru Stjörnumenn á góðri siglingu og eru líklegastir til að vinna mótið. Ljóst er að stífar æfingar í vetur og ferð á Scania-Cup fyrir stuttu haft eflt liðið.

Ef Stjarnan sigrar UMFN í leiknum kl. 10 á sunnudag, þá eru þeir orðnir Íslandsmeistarar. Ef UMFN vinnur og aðrir leikir fara eftir bókinni þá geta þrjú lið (Stjarnan, UMFN eða Breiðablik) sigrað.

Leikir sunnudagins:

Sun. 30.mar.2008 9.00 Smárinn Þór Þorl. – KR
Sun. 30.mar.2008 10.00 Smárinn UMFN – Stjarnan
Sun. 30.mar.2008 11.00 Smárinn Breiðablik – KR
Sun. 30.mar.2008 12.00 Smárinn Stjarnan – Þór Þorl.
Sun. 30.mar.2008 13.00 Smárinn Breiðablik – UMFN

Fréttir
- Auglýsing -