spot_img
HomeFréttirÚrslit: Höttur tók við titlinum eftir sigur á Blikum

Úrslit: Höttur tók við titlinum eftir sigur á Blikum

Í kvöld fór fram lokaumferð 1. deildar karla ef frá er talin ein viðureign sem stendur út af borðinu milli Vals og Vestra. Höttur tók við deildarmeistaratitli sínum á Egilsstöðum eftir sigur á Breiðablik og þá varð ljóst hvernig úrslitakeppnin verður skipuð.

Úrslit kvöldsns í 1. deild karla

Höttur 93-82 Breiðablik
Hamar 71-92 FSu
ÍA 81-100 Fjölnir
Vestri 88-98 Valur

Endanleg staða í deildinni er því komin í ljós hjá öllum liðum, eina breytingin sem getur orðið er að Valur fer upp í 2. sætið með Fjölni og liðin verða þá saman í 2.-3. sæti með jafn mörg stig en Fjölnir með betur innbyrðis. Það er að því gefnu að Valur vinni lokaleikinn gegn Vestra. Hafi Vestramenn sigur eru þeir engu að síður fastir í 6. sæti og ná ekki inn í úrslitakeppnina.

Úrslitakeppnin í 1. deild karla lítur þá svona út:

2 – Fjölnir – Hamar – 5
3 – Valur – Breiðablik – 4

Hamar -FSu 71-92 (15-34, 18-21, 24-14, 14-23)
Hamar :
Erlendur Ágúst Stefánsson 21, Örn Sigurðarson 19/5 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 12, Smári Hrafnsson 8, Oddur Ólafsson 7/9 fráköst, Kristinn Ólafsson 3/6 fráköst, Guðjón Ágúst Guðjónsson 1/5 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 0/4 fráköst, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 0, Bjarki Friðgeirsson 0, Arvydas Diciunas 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0.
FSu: Terrence Motley 27/10 fráköst/9 stoðsendingar, Ari Gylfason 26/11 fráköst/6 stolnir, Arnþór Tryggvason 12/6 fráköst, Helgi Jónsson 11/8 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 6, Gísli Gautason 4, Jón Jökull Þráinsson 3, Páll Ingason 3, Þórarinn Friðriksson 0.

ÍA-Fjölnir 81-100 (15-29, 25-23, 15-26, 26-22)
ÍA:
Derek Daniel Shouse 23/14 fráköst/6 stoðsendingar, Áskell Jónsson 19, Ármann Örn Vilbergsson 9, Jón Orri Kristjánsson 9/9 fráköst, Andri Jökulsson 6, Elías Björn Björnsson 5, Sindri Leví Ingason 4, Björn Steinar Brynjólfsson 4, Guðbjartur Máni Gíslason 2, Þorsteinn Helgason 0, Sigurður Rúnar Sigurðsson 0, Kacper Zareba 0.
Fjölnir: Collin Anthony Pryor 29/11 fráköst/3 varin skot, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 12, Bergþór Ægir Ríkharðsson 11, Elvar Sigurðsson 10, Garðar Sveinbjörnsson 10/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 8/9 stoðsendingar, Þorgeir Freyr Gíslason 6, Alexander Þór Hafþórsson 5, Davíð Alexander H. Magnússon 4/5 fráköst, Helgi Hrafn Halldórsson 4, Sigmar Jóhann Bjarnason 1, Hjalti Þór Vilhjálmsson 0.

Höttur-Breiðablik 93-82 (18-25, 30-22, 20-16, 25-19)
Höttur:
Aaron Moss 30/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 23/8 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 12/7 fráköst, Mirko Stefan Virijevic 10/14 fráköst, Nökkvi Jarl Óskarsson 6, Gísli Þórarinn Hallsson 5/5 fráköst/3 varin skot, Vidar Orn Hafsteinsson 3, Sigmar Hákonarson 2/4 fráköst/5 stoðsendingar, Atli Geir Sverrisson 2/4 fráköst, Brynjar Snær Grétarsson 0, Elvar Veigur Ævarsson 0, Bjarni Björnsson 0.
Breiðablik: Snorri Vignisson 18/9 fráköst, Tyrone Wayne Garland 16/6 stoðsendingar, Ragnar Jósef Ragnarsson 13, Egill Vignisson 10, Sveinbjörn Jóhannesson 10/11 fráköst, Birkir Víðisson 7/4 fráköst, Matthías Örn Karelsson 5, Þröstur Kristinsson 3/4 fráköst, Sigurður Sölvi Sigurðarson 0, Bjarni Geir Gunnarsson 0.

Vestri-Valur 88-98 (16-26, 27-23, 22-23, 23-26)
Vestri:
Pance Ilievski 18, Hinrik Guðbjartsson 17, Nökkvi Harðarson 15/11 fráköst, Yima Chia-Kur 10/4 fráköst, Nebojsa Knezevic 9/8 fráköst, Adam Smári Ólafsson 8, Björgvin Snævar Sigurðsson 6, Gunnlaugur Gunnlaugsson 5, Helgi Snær Bergsteinsson 0, Jóhann Jakob Friðriksson 0, Daníel Þór Midgley 0, Rúnar Ingi Guðmundsson 0.
Valur: Austin Magnus Bracey 18, Birgir Björn Pétursson 18/13 fráköst, Urald King 14/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 13, Sigurður Dagur Sturluson 10/4 fráköst, Snjólfur Björnsson 7, Illugi Auðunsson 7/5 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 6, Benedikt Blöndal 3/6 stoðsendingar, Þorgeir Kristinn Blöndal 2, Gunnar Andri Viðarsson 0, Ingimar Aron Baldursson 0.

Mynd/ KKÍ – Sigurlið Hattar í 1. deild karla tímabilið 2016-2017.

Fréttir
- Auglýsing -