spot_img
HomeFréttirÚrslit: Hinir afskrifuðu lifa!

Úrslit: Hinir afskrifuðu lifa!

Eftir leik tvö í Garðabæ fóru fram stórkostlegar afskriftir í íslenskum körfuknattleik, einvígi KR og Stjörnunnar var hreinlega búið í daglegu tali manna og þriðji leikurinn yrði nánast formsatriði. Junior Hairston og Stjörnumenn voru þessu einfaldlega ekki sammála í kvöld og minnkuðu muninn í einvíginu niður í 2-1! Lokatölur í DHL 76-95 og stærsti ósigur KR á leiktíðinni staðreynd. Fjórði leikur liðanna fer fram í Ásgarði á sunnudagskvöld, þar getur KR með sigri tryggt sig inn í úrslit eða Stjarnan knúið fram oddaleik.
 
 
KR-Stjarnan 76-95 (24-29, 17-13, 16-31, 19-22)
 
 
KR: Demond Watt Jr. 22/11 fráköst, Helgi Már Magnússon 18/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Martin Hermannsson 11/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 4, Darri Hilmarsson 4, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Ólafur Már Ægisson 0, Kormákur Arthursson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.
Stjarnan: Matthew James Hairston 41/16 fráköst, Marvin Valdimarsson 20, Justin Shouse 15, Jón Sverrisson 8, Dagur Kár Jónsson 7/5 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 2, Fannar Freyr Helgason 2, Sigurður Dagur Sturluson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Elías Orri Gíslason 0, Daði Lár Jónsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Jón Bender, Jón Guðmundsson
Viðureign: 2-1 fyrir KR
 
Þá jafnaði Fjölnir metin með sigri á Breiðablik í úrslitum 1. deildar kvenna:

Fjölnir-Breiðablik 69-58 (11-27, 16-1, 21-12, 21-18)

 
Fjölnir: Mone Laretta Peoples 28/11 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eyrún Líf Sigurðardóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hrund Jóhannsdóttir 11/15 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 9/9 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 5, Kristín Halla Eiríksdóttir 3, Telma María Jónsdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0, Elísa Birgisdóttir 0, Brynja Pálína Sigurgeirsdóttir 0, Erna María Sveinsdóttir 0.
Breiðablik: Jaleesa Butler 14/12 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Kristín Óladóttir 13, Aníta Rún Árnadóttir 13, Alexandra Sif Herleifsdóttir 4, Ingunn Erla Kristjánsdóttir 4/5 fráköst, Elín Kara Karlsdóttir 4, Berglind Karen Ingvarsdóttir 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hrund Friðriksdóttir 2/5 fráköst, Guðrún Edda Bjarnadóttir 1/10 fráköst, Efemía Rún Sigurbjörnsdóttir 0, Ísabella Ósk Sigurðardóttir 0, Helena Mikaelsdóttir 0.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson
Einvígi: 1-1
 
Mynd/ [email protected] – Junor Hairston fór hamförum í DHL Höllinni í kvöld.

  
Fréttir
- Auglýsing -