Tveir leikir fóru fram í 1. deild kvenna í kvöld þar sem Hamar og KFÍ unnu örugga sigra. Hamarskonur eru sem fyrr ósigraðar á toppi deildarinnar og hafa unnið 12 deildarleiki í röð!
Hamar lagði Laugdæli 92-32 en þetta var jafnframt ellefta tap Laugdæla sem sitja án sigurs á botni deildarinnar. Þá hafði KFÍ 63-41 sigur gegn Þór Akureyri.
Íris Ásgeirsdóttir fór mikinn í liði Hamars í kvöld með 41 stig og 11 fráköst og þá stal hún einnig 5 boltum og fékk 54 framlagsstig fyrir vikið. Nýtingin hjá Írisi var heldur ekki af verri endanum, 8 af 10 í teignum, 7 af 10 í þristum og 4 af 4 á vítalínunni! Hafdís Ellertsdóttir var stigahæst hjá Laugdælum með 10 stig og 17 fráköst.
Á Ísafirði voru þær Eva Margrét Kristjánsdóttir og Brittany Schoen báðar með 20 stig í liði KFÍ en Eva Margrét var auk þess með 15 fráköst. Hjá Þór var Rut Konráðsdóttir í sérflokki með 27 stig og 10 fráköst.
Staðan í 1. deild kvenna
Deildarkeppni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Hamar | 12 | 12 | 0 | 24 | 959/541 | 79.9/45.1 | 6/0 | 6/0 | 78.0/41.3 | 81.8/48.8 | 5/0 | 10/0 | +12 | +6 | +6 | 0/0 |
| 2. | Stjarnan | 10 | 8 | 2 | 16 | 744/476 | 74.4/47.6 | 4/1 | 4/1 | 73.0/46.4 | 75.8/48.8 | 3/2 | 8/2 | +3 | +1 | +2 | 1/0 |
| 3. | KFÍ | 9 | 7 | 2 | 14 | 600/523 | 66.7/58.1 | 4/1 | 3/1 | 66.2/60.4 | 67.3/55.3 | 4/1 | 7/2 | +4 | +4 | +2 | 2/0 |
| 4. | Breiðablik | 11 | 5 | 6 | 10 | 553/582 | 50.3/52.9 | 3/2 | 2/4 | 53.0/50.4 | 48.0/55.0 | 2/3 | 4/6 | -2 | -1 | -2 | 0/2 |
| 5. | Skallagrímur | 11 | 5 | 6 | 10 | 664/608 | 60.4/55.3 | 3/3 | 2/3 | 68.0/57.8 | 51.2/52.2 | 2/3 | 4/6 | -3 | -2 | -1 | 0/1 |
| 6. | Fjölnir b | 9 | 4 | 5 | 8 | 575/482 | 63.9/53.6 | 3/1 | 1/4 | 66.5/51.0 | 61.8/55.6 | 2/3 | 4/5 |
Fréttir |



