spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukasigur í Vodafonehöllinni

Úrslit: Haukasigur í Vodafonehöllinni

Haukar virðast vera komnir á sporið því áðan lögðu Hafnfirðingar Val 66-85 í Domino´s deild kvenna en leikið var í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Lele Hardy mætti með enn eina skrímslaframmistöðuna, gerði 35 stig, tók 25 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, þá var hún einnig með 5 stolna bolta!
 
 
Atkvæðamest í liði Vals var Jaleesa Butler með 19 stig og 10 fráköst. Eftir sigur Hauka í dag eru Hafnfirðingar í 5. sæti deildarinnar með 4 stig en Valur í 6. sæti með 2 stig.
 
Valur-Haukar 66-85 (12-19, 18-24, 23-21, 13-21)

Valur: Jaleesa Butler 19/10 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 14/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/9 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/6 fráköst, María Björnsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 2/5 fráköst, Rut Konráðsdóttir 2, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst/6 stoðsendingar, Elsa Rún Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.
Haukar: Lele Hardy 35/25 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir/3 varin skot, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 17, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Lovísa Björt Henningsdóttir 7/4 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 4, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/6 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Ingvar Þór Jóhannesson
 
Mynd/ [email protected] – Lele Hardy…hvað er hægt að segja…vá! 
Fréttir
- Auglýsing -