Haukar komust í kvöld í úrslit Domino´s deildar kvenna er Hafnfirðingar sópuðu Keflavík inn í sumarið 3-0 með 88-58 sigri. Snæfell tók 2-1 forystu í einvíginu gegn Val með 81-67 sigri og engu líkara en að kraftaverk hafi átt sér stað þar sem Chynna Unique Brown lék með Snæfell en Hólmarar höfðu gefið það út fyrir leik kvöldsins að fátt annað en kraftaverk kæmi henni í búning fyrir leik, bænheyrðir Hólmarar þetta kvöldið greinilega.
Snæfell-Valur 81-67 (20-13, 27-17, 19-18, 15-19)
Snæfell: Hildur Björg Kjartansdóttir 25/9 fráköst, Chynna Unique Brown 16/12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 15/6 fráköst/9 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10/11 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Helga Margrét Þorsteinsdóttir 0.
Valur: Anna Alys Martin 21, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 13, Ragnheiður Benónísdóttir 8/5 fráköst, María Björnsdóttir 6, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 6/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Hallveig Jónsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/5 fráköst/6 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 0/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Rut Herner Konráðsdóttir 0, Margrét Ósk Einarsdóttir 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson
Viðureign: 2-1
Haukar-Keflavík 88-58 (17-22, 31-10, 17-18, 23-8)
Haukar: Lele Hardy 32/17 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13, Lovísa Björt Henningsdóttir 12/4 fráköst/5 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 8/5 fráköst, Íris Sverrisdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Inga Rún Svansdóttir 2, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Auður Íris Ólafsdóttir 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 15/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 12/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 6, Diamber Johnson 5/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir Jensson
Viðureign: 3-0
Mynd/ Lele Hardy gerði 32 stig og tók 17 fráköst í liði Hauka í kvöld.



