spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar skelltu Stjörnunni og Snæfell kleif Hamarinn án erfiða

Úrslit: Haukar skelltu Stjörnunni og Snæfell kleif Hamarinn án erfiða

 
Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld en fresta varð viðureign Njarðvíkur og KFÍ þar sem ekki var flogið frá Ísafirði í dag. Haukar unnu góðan sigur á Stjörnunni að Ásvöllum í kvöld og Snæfell gerði góða ferð í Hveragerði og skellti Hamri.
Haukar 100-85 Stjarnan
Gerald Robinson með 29 stig og 7 fráköst í liði Hauka og Haukur Óskarsson bætti við 22 stigum þar af 6 þriggja stiga körfum. Hjá Stjörnunni var Marvin Valdimarsson með 21 stig og 6 fráköst.
 
Hamar 75-99 Snæfell
Ryan Amoroso gerði 38 stig og tók 11 fráköst í liði Snæfells. Andre Dabney og Darri Hilmarsson voru báðir með 19 stig í liði Hamars.
 
Fjölnir 69-86 Grindavík
Ryan Pettinella var með 20 stig og 9 fráköst í liði Grindavíkur en alls fimm Grindvíkingar gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Hjá Fjölni var Ingvaldur Magni Hafsteinsson með 21 stig.
 
Keflavík 82-76 Tindastóll
Hörður Axel Vilhjálmsson fór mikinn með 23 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Lazar Trifunovic var þó stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og 11 fráköst. Hjá Stólunum var Hayward Fain með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar.
 
KR 100–82 ÍR
Stigahæstir í liði KR voru þeir félagara Pavel Ermolinski og Marcus Walker með 21 stig hvor.  Næstir voru Brynjar Þór Björnsson með 17 stig og Fannar Ólafsson með 16 stig.  Hjá ÍR var Eiríkur Önundarson stigahæstur með 18 stig en næstir voru það Hjalti Friðriksson og Kelly Biedler með 16 stig hvor.
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -