Gleðin yfir nýfengnum heimaleikjarétti hjá Njarðvík og Þór Þorlákshöfn var skammvinn því í kvöld unnu Haukar og Stjarnan sigur á útivelli, jöfnuðu seríurnar og hirtu þar með heimaleikjaréttinn sinn til baka. Haukar lögðu Þór Þorlákshöfn 65-76 og Stjarnan vann Njarðvík 70-82 þar sem Stefan Bonneau varð frá að víkja snemma leiks en talið er að hann hafi slitið hásin og ef satt reynist þá hefur ólánið heldur betur elt þennan magnaða leikmann því hann var að komast af stað eftir hásinaslit.
Úrslit:
Njarðvík 70-82 Stjarnan
Þór Þorlákshöfn 65-76 Haukar
Njarðvík-Stjarnan 70-82 (12-15, 26-17, 16-24, 16-26)
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 26, Oddur Rúnar Kristjánsson 13/5 fráköst, Jeremy Martez Atkinson 11/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Stefan Bonneau 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.
Stjarnan: Al'lonzo Coleman 24/13 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 12, Marvin Valdimarsson 12, Tómas Þórður Hilmarsson 6/4 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Heiðar Tómasson 4/5 fráköst, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Ágúst Angantýsson 0/6 fráköst, Egill Agnar Októsson 0.
Þór Þ.-Haukar 65-76 (12-19, 23-14, 16-26, 14-17)
Þór Þ.: Vance Michael Hall 24/6 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/11 fráköst/4 varin skot, Halldór Garðar Hermannsson 12/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 5, Emil Karel Einarsson 4, Jón Jökull Þráinsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Baldur Þór Ragnarsson 0, Grétar Ingi Erlendsson 0.
Haukar: Brandon Mobley 20/9 fráköst, Hjálmar Stefánsson 17/9 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 16/11 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 13/4 fráköst, Kristinn Marinósson 5/8 fráköst, Finnur Atli Magnússon 5/6 fráköst, Gunnar Birgir Sandholt 0, Óskar Már Óskarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Kristinn Jónasson 0, Guðni Heiðar Valentínusson 0.
Staðan í 8-liða úrslitum Domino´s-deildar karla

Mynd/ hafnarfrettir.is – Úr viðureign Þórs og Hauka í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld.



