Það verða Snæfell og Haukar sem munu leika til úrslita í Poweradebikarkeppni kvenna 2014 en í kvöld lögðu Haukar Keflvíkinga 66-76 þar sem Lele Hardy bauð upp á stærðarinnar tvennu með 26 stig og 29 fráköst í liði Hauka! Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir einnig með tvennu, 25 stig og 13 fráköst.
Í gær lagði Snæfell KR í undanúrslitum og Haukar lögðu Keflavík þannig það verða eins og áður segir Snæfell og Haukar sem mætast munu í bikarúrslitum í Laugardalshöll þann 22. febrúar næstkomandi.
Keflavík-Haukar 66-76 (22-15, 14-18, 11-25, 19-18)
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 25/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/6 fráköst, Di’Amber Johnson 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 8/8 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 1, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.
Haukar: Lele Hardy 26/29 fráköst/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Íris Sverrisdóttir 9, Lovísa Björt Henningsdóttir 8/7 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2, Inga Rún Svansdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson



