spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar og Njarðvík örugglega áfram

Úrslit: Haukar og Njarðvík örugglega áfram

 
Í dag fóru tveir leikir fram í Poweradebikarkeppni kvenna þar sem ríkjandi bikarmeistarar Hauka komust örugglega áfram í keppninni sem og stöllur þeirra úr Njarðvík en bæði úrvalsdeildarliðin léku við lið úr 1. deild. 
Þór Akureyri 22-118 Haukar
Haukar fóru með sjö leikmenn norður og atkvæðamest þeirra var Gunnhildur Gunnarsdóttir með 31 stig. Hjá Þór Akureyri var Hulda Þorgilsdóttir með 10 stig.
 
Njarðvík 94-49 Laugdælir
Heiða Valdimarsdóttir gerði 20 stig í liði Njarðvíkinga en hjá Laugdælum var Salbjörg Sævarsdóttir með 29 stig.
Ljósmynd/ Henning og Haukakonur unnu óþarflega stóran sigur á Þórsurum í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -