spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar og Keflavík í undanúrslit! (Uppfært)

Úrslit: Haukar og Keflavík í undanúrslit! (Uppfært)

 
Subwaybikarmeistarar Hauka voru rétt í þessu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna með 2-0 sigri á Grindavík í einvígi liðanna. Liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld þar sem Haukar fóru með 81-74 sigur af hólmi.
Kiki Jean Lund fór á kostum í liði Hauka í kvöld með 30 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar en Lund setti niður 8 þrista í leiknum. Michele DeVault var stigahæst í liði Grindavíkur með 26 stig og 10 fráköst en Grindvíkingar eru nú komnir í sumarfrí.
 
Keflvíkingar eru einnig komnir í undanúrslit eftir sigur á Snæfell 2-0. Framlengja varð viðureign liðanna í Stykkishólmi í kvöld.
 
 
Sherell Hobbs jafnaði metin í 96-96 með þriggja stiga körfu þegar 12 sekúndur voru til leiksloka. Keflavík náði ekki að skora í næstu sókn og því varð að framlengja. Í framlengingunni voru villurnar hjá Hólmurum farnar að flækjast fyrir þeim og Keflvíkingar reyndust síðan sterkari á lokasprettinum og höfðu loks sigur 105-112.
 
Sherell Hobbs gerði 42 stig í liði Snæfells og tók 6 fráköst. Hjá Keflavík var það Bryndís Guðmundsdóttir sem fór hamförum líkt og í fyrri viðureign liðanna en nú gerði hún 37 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
 
Undanúrslitin verða því þannig skipuð:
 
KR-Haukar
Hamar-Keflavík
 
Nánar síðar…
 
[email protected]  
Ljósmynd/ Snorri Örn
Fréttir
- Auglýsing -