spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar og Fjölnir með heimasigra

Úrslit: Haukar og Fjölnir með heimasigra

Haukar unnu í kvöld góðan 86-75 heimasigur á Njarðvíkingum í Domino´s deild karla og jöfnuðu þar með Þór Þorlákshöfn í 20 stig en Haukar hoppuðu upp í 5. sæti þar sem þeir hafa betur innbyrðis gegn Þór. Fjölnismenn lögðu FSu í 1. deild karla 88-84. Þá hafði kvennalið Breiðabliks öruggan 92-36 sigur gegn Laugdælum á „Vatninu.“
 
 
Nokkrir leikir standa enn yfir og greinum við frá úrslitum þeirra síðar.
 
Úrslit – Domino´s deild karla
 
Haukar-Njarðvík 86-75 (21-20, 23-24, 21-15, 21-16)
 
Haukar: Terrence Watson 20/10 fráköst, Emil Barja 13/18 fráköst/11 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 12/6 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 10, Kári Jónsson 10/5 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 8/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 8, Svavar Páll Pálsson 5/5 fráköst, Helgi Björn Einarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Kristinn Marinósson 0, Steinar Aronsson 0.
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 19/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 15/6 fráköst, Tracy Smith Jr. 13/11 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Ágúst Orrason 7/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 4, Brynjar Þór Guðnason 0, Atli Karl Sigurbjartsson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0, Kristján Örn Rúnarsson 0.
Dómarar: Jón Guðmundsson, Georg Andersen, Davíð Tómas Tómasson
 
Staðan í Domino´s deild karla
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 16/1 32
2. Keflavík 16/1 32
3. Grindavík 13/5 26
4. Njarðvík 11/7 22
5. Haukar 10/8 20
6. Þór Þ. 10/8 20
7. Snæfell 8/10 16
8. Stjarnan 7/11 14
9. ÍR 7/11 14
10. Skallagrímur 4/14 8
11. KFÍ 4/14 8
12. Valur 1/17 2
  
Fréttir
- Auglýsing -