Tveir leikir fóru fram í 8-liða úrslitum Dominosdeildar karla í kvöld. Haukar minnkuðu muninn gegn Keflavík niður í 2-1 með góðum sigri í Schenker höllinni, 100-88. Alls fimm leikmenn Hauka skoruðu 10 stig eða meira. Leikur Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar stendur enn yfir vegna óhapps sem varð hjá dómurum leiksins á leið á leikstað.
Haukar 1-2 Keflavík




