spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar í 8-liða úrslit

Úrslit: Haukar í 8-liða úrslit

Bikarmeistarar Hauka eru komnir í 8-liða úrslit í Poweradebikarkeppninni eftir öruggan 63-85 sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar í dag. Þar með eru Haukakonur fyrsta kvennaliðið inn í 8-liða úrslitin ef svo má að orði komast því bæði Njarðvík og Keflavík sátu hjá og hefja ekki leik í bikarúrlsitum fyrr en í 8-liða keppninni.
 
 
Sylvía Rún Hálfdanardóttir var stigahæst í liði Hauka með 28 stig og 9 fráköst og hafi því sigur á eldri systur inni Báru Fanney Hálfdanardóttur sem skoraði 16 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Stjörnunnar. Bryndís Hanna Hreinsdóttir, fyrrum leikmaður Hauka, var stigahæst í liði Garðbæinga með 23 stig.
 
Liðin sem komin eru í 8-liða úrslit í Poweradebikar kvenna:
Haukar
Keflavík
Njarðvík
 
Tölfræðin úr leik Hauka og Stjörnunnar
  

Mynd/ Sylvía Rún fór mikinn gegn Stjörnunni
Fréttir
- Auglýsing -