spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar bikarmeistarar í unglingaflokki

Úrslit: Haukar bikarmeistarar í unglingaflokki

Haukar eru bikarmeistarar í unglingaflokki karla eftir framlengdan spennusigur gegn Grindavík í úrslitaviðureign liðanna í Laugardalshöll, 86-88. Við erum að tala um einhvern svaðalegasta viðsnúning síðari ára því Haukar voru 59-33 undir í hálfleik en komu leiknum í framlengingu og lifðu þar af og fögnuðu vel í leikslok. Frábær leið til að loka stórglæsilegri bikarhelgi.

Hjálmar Stefánsson var valinn besti maður leiksins með 18 stig, 17 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 varin skot. 

 

Nánar frá leiknum síðar…

Fréttir
- Auglýsing -