Í dag hefjast úrslit í Domino´s-deild kvenna þegar Haukar og Snæfell gangsetja úrslitarimmu sína í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði kl. 17:00. Haukar eru ríkjandi deildarmeistarar og hafa því heimaleikjaréttinn í einvíginu gegn ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Snæfells.
Á leið sinni í úrslit lentu Haukar 2-0 undir gegn Grindavík en snéru taflinu sér í vil og unnu í oddaleik! Snæfell fór 3-0 í gegnum Val í rimmu sem var mikill slagur en Hólmarar virtust hafa tak á Val allt tímabilið en Hlíðarendakonur voru ansi nærri því að finna lykilinn að sigri gegn ríkjandi meisturunum.
Mynd/ Þorsteinn Eyþórsson



