spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÚrslit: Háspenna er Hamar sigraði á lokasekúndum framlengingar

Úrslit: Háspenna er Hamar sigraði á lokasekúndum framlengingar

Þrettánda umferð 1. deildar karla fór af staðan í kvöld með þremur leikjum. Óhætt er að segja að mögnuð spenna hafi verið í einum leik kvöldsins.

Í Frystikistu Hvergerðinga tóku heimamenn á móti Vestra í ótrúlegum leik. Oddur Ólafsson tryggði Hamri framlengingu með þriggja stiga körfu þegar 13 sekúndur voru eftir af leiknum. Það var svo Everage Richardson sem tryggði Hamri eins stigs sigur á vítalínunni þegar fimm sekúndur voru eftir af framlengingunni og skot Vetra geygaði. Ótrúleg spenna í Hveragerði.

Þór Ak vann svo öruggan sigur á ungu liði Snæfells og Selfoss gerði góða ferð á Höfn í Hornafirði.

Staðan í 1. deild karla.

Úrslit kvöldsins:

1. deild karla

Þór Ak.-Snæfell 97-62 (17-14, 28-18, 30-15, 22-15)

Þór Ak.: Pálmi Geir Jónsson 20/7 fráköst, Damir Mijic 19/9 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 14/5 fráköst, Larry Thomas 12/9 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnar Auðunn Jónsson 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 9/4 fráköst/11 stoðsendingar/3 varin skot, Sigurður Traustason 6, Bjarni Rúnar Lárusson 3, Kolbeinn Fannar Gíslason 3, Róbert Orri Heiðmarsson 2, Arnar Þór Stefánsson 0, Arnór Jónsson 0.
Snæfell: Dominykas Zupkauskas 14/6 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 9/6 fráköst, Aron Ingi Hinriksson 8, Tómas Helgi Baldursson 6, Ellert Þór Hermundarson 6, Viktor Brimir Ásmundarson 6, Dawid Einar Karlsson 5/4 fráköst, Ísak Örn Baldursson 4, Benjamín Ómar Kristjánsson 2, Rúnar Þór Ragnarsson 2.

Hamar-Vestri 109-108 (24-25, 22-23, 24-25, 28-25, 11-10)
Hamar: Everage Lee Richardson 48/4 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 14/4 fráköst, Oddur Ólafsson 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Florijan Jovanov 11, Kristófer Gíslason 9/4 fráköst, Dovydas Strasunskas 6, Geir Elías Úlfur Helgason 4, Kristinn Olafsson 2, Marko Milekic 2/7 fráköst, Mikael Rúnar Kristjánsson 0, Daníel Sigmar Kristjánsson 0, Arnar Daðason 0.
Vestri: Jure Gunjina 32/13 fráköst, Nebojsa Knezevic 24/7 fráköst/9 stoðsendingar, Nemanja Knezevic 23/22 fráköst, Adam Smári Ólafsson 12, Ingimar Aron Baldursson 8/4 fráköst, Hugi Hallgrímsson 7, Guðmundur Auðun Gunnarsson 2, Egill Fjölnisson 0, Hilmir Hallgrímsson 0, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0, Haukur Hreinsson 0, Helgi Snær Bergsteinsson 0.

Sindri-Selfoss 62-82 (16-19, 17-16, 16-25, 13-22)
Sindri: Nikolas Susa 18/9 fráköst, Matic Macek 16/6 stoðsendingar, Hallmar Hallsson 15/6 fráköst, Ivan Kekic 7, Tómas Orri Hjálmarsson 2, Árni Birgir Þorvarðarson 2/10 fráköst, Auðunn Hofdal 2, Sigurður Guðni Hallsson 0.
Selfoss: Marvin Smith Jr. 25/18 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 17/15 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 11, Ari Gylfason 8, Svavar Ingi Stefánsson 6, Hlynur Hreinsson 4, Hlynur Freyr Einarsson 4, Haukur Hlíðar  Ásbjarnarson 4, Bergvin Ernir Stefánsson 3/4 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0.

Fréttir
- Auglýsing -