spot_img
HomeFréttirÚrslit: Hamar vann öðru sinni í Vesturbænum

Úrslit: Hamar vann öðru sinni í Vesturbænum

 
Næstsíðasta umferðin í Iceland Express deild kvenna fór fram í kvöld þar sem KR fékk afhentan deildarmeistaratitilinn eftir 69-72 ósigur gegn Hamri í DHL-Höllinni. Hvað sem úrslitum kvöldsins lýður er KR deildarmeistari og verður ekki haggað af toppnum úr þessu.
Julia Demirer var með 26 stig, 15 fráköst og 10 fiskaðar villur í liði Hamars í kvöld en stigahæst í liði KR var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 20 stig.
 
Úrslit kvöldsins:
 
KR 69-72 Hamar
Grindavík 76-79 Keflavík (framlengt)
Njarðvík 56-66 Valur
Haukar 71-52 Snæfell
 
Kristi Smith gerði 25 stig fyrir Keflavík gegn Grindavík en hjá gulum var Michele DeVault atkvæðamest með 24 stig.
 
Valskonur bitu frá sér í Ljónagryfjunni þar sem Dranadia Roc var með 32 stig fyrir Val en stigahæst í tapliði Njarðvíkur var Ólöf Helga Pálsdóttir með 17 stig.
 
Þá héldu bikarmeistarar Hauka uppteknum hætti með 71-52 sigri á Snæfell þar sem Heather Ezell gerði 39 stig og tók 10 fráköst. Hjá Snæfell var Sherell Hobbs með 27 stig og 13 fráköst.
 
Fréttir
- Auglýsing -