spot_img
HomeFréttirÚrslit: Hamar á toppnum með tíu í röð!

Úrslit: Hamar á toppnum með tíu í röð!

 
Tíundu umferð í Iceland Express deild kvenna lauk í kvöld þar sem Hamar vann sinn tíunda deildarsigur í röð með sigri gegn Haukum að Ásvöllum. Hamar er því á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en lokatölur að Ásvöllum í kvöld voru 73-81 Hamri í vil þar sem Jaleesa Butler var með 27 stig og 18 fráköst hjá Hamri. Í liði Hauka var Kathleen Snodgrass með 26 stig og 12 fráköst. 
Snæfell 70-97 Keflavík
Sade Logan var með 18 stig og 8 fráköst í liði Snæfells. Hjá Keflavík var Jaqueline Adamshick með 26 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.
 
Fjölnir 85-77 Njarðvík
Natasha Harris fór mikinn í kvöld, minnstu munaði að hún landaði fernunni með 34 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar og 9 stolna bolta og fyrir vikið fékk hún 49 í framlagseinkunn sem er þriðja hæsta framlagseinkunnin þetta tímabilið en hæsta er 54 í eigu Jaqueline Adamshick leikmanns Keflavíkur. Shayla Fields var svo með 32 stig og 14 fráköst í liði Njarðvíkinga.
 
Ljósmynd/Úr safni: Hamarskonur láta engan billbug á sér finna.
 
Fréttir
- Auglýsing -