spot_img
HomeFréttirÚrslit: Grindvíkingar komnir í undanúrslit

Úrslit: Grindvíkingar komnir í undanúrslit

Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit eftir 75-89 sigur á Þór Þorlákshöfn en viðureign liðanna var að ljúka rétt í þessu. Grindvíkingar höfðu 3-1 sigur í einvíginu. Sigurður Gunnar Þorsteinsson fór mikinn í liði Grindavíkur í kvöld með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Þór Þorlákshöfn var Mike Cook Jr. stigahæstur með 25 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
 
Þá er ljóst hvernig undanúrslitin verða skipuð:
 
(1) KR-Stjarnan (7)
(3) Grindavík-Njarðvík (4)
 
Viðureign KR og Stjörnunnar hefst á fimmtudagskvöld og á föstudagskvöld hefst viðureign Grindavíkur og Njarðvíkur. KR hefur heimaleikjaréttinn í seríunni gegn Stjörnunni og Grindavík hefur heimaleikjaréttinn gegn Njarðvík. Í undanúrslitum þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast áfram í úrslit. 
 
Þór Þ.-Grindavík 75-89 (15-17, 18-22, 19-22, 23-28)
 
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/7 fráköst, Nemanja Sovic 15/15 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/16 fráköst/5 varin skot, Baldur Þór Ragnarsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Vilhjálmur Atli Björnsson 2, Matthías Orri Elíasson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Emil Karel Einarsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 18/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 5, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2/6 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.
Dómarar: Rognvaldur Hreiðarsson, Leifur S. Garðarsson, Jón Bender
Viðureign: Grindavík 3-1 Þór Þorlákshöfn, Grindavík fer áfram í undanúrslit  
 
Leikur 4: Þór Þorlákshöfn 75-89 Grindavík (3-1)
Leikur 3: Grindavík 87-67 Þór Þorlákshöfn (2-1)
Leikur 2: Þór Þorlákshöfn 98-89 Grindavík (1-1)
Leikur 1: Grindavík 92-82 Þór Þorlákshöfn (1-0)
 
Fréttir
- Auglýsing -