Leikið var í Poweradebikarkeppni karla og kvenna í dag og í kvöld. Boðið var upp á tvíhöfða í Dalhúsum þar sem bæði Fjölnisliðin féllu úr leik í bikarkeppninni. Fjölniskonur lágu gegn Haukum og karlalið félagsins tapaði í hörku slag gegn Tindastól. Þá komst Grindavík einnig í undanúrslit í karlaflokki með spennusigri á Njarðvíkingum.
Úrslit Poweradebikarkeppni karla – 8-liða úrslit
Grindavík 78-77 Njarðvík
Fjölnir 71-76 Tindastóll
Liðin sem komin eru í undanúrslit í karlaflokki
Grindavík, Tindastóll
Leikir eftir í 8-liða úrslitum karla
20. janúar Þór Þorlákshöfn – Haukar
21. janúar ÍR – Keflavík b
Grindavík-Njarðvík 78-77 (17-18, 19-22, 28-16, 14-21)
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 23/4 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 16/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/10 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Nökkvi Harðarson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 28/5 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 13/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/6 fráköst, Ágúst Orrason 5/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 0, Maciej Stanislav Baginski 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Friðrik E. Stefánsson 0, Egill Jónasson 0, Brynjar Þór Guðnason 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rognvaldur Hreiðarsson, Leifur S. Garðarsson
Áhorfendur: 873
Fjölnir-Tindastóll 71-76 (18-18, 17-18, 23-21, 13-19)
Fjölnir: Daron Lee Sims 19/14 fráköst/3 varin skot, Ólafur Torfason 17/14 fráköst, Páll Fannar Helgason 15/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 9/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 7, Róbert Sigurðsson 3/5 stoðsendingar, Andri Þór Skúlason 1, Helgi Hrafn Halldórsson 0, Þorgeir Freyr Gíslason 0, Smári Hrafnsson 0, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.
Tindastóll: Antoine Proctor 21/10 fráköst, Darrell Flake 19/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 16/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 14/5 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 4, Viðar Ágústsson 2, Páll Bárðarson 0, Pétur Rúnar Birgisson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingimar Jónsson 0, Hannes Ingi Másson 0, Friðrik Þór Stefánsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson
Úrslit Poweradebikarkeppni kvenna – 8-liða úrslit
Fjölnir 45-87 Haukar
Liðin sem komin eru í undanúrslit í kvennaflokki
KR, Snæfell, Haukar
Leikir eftir í 8-liða úrslitum kvenna
20. janúar Keflavík – Njarðvík
Mynd/ [email protected] – Lewis Clinch fór mikinn fyrir Grindavík í kvöld.



