spot_img
HomeFréttirÚrslit: Grindavík og KR taka 1-0 forystu

Úrslit: Grindavík og KR taka 1-0 forystu

Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hófst í kvöld þar sem deildarmeistarar Grindavíkur og KR tóku 1-0 forystu í sínum rimmum gegn Njarðvík og Tindastól.
Grindavík 94-67 Njarðvík
Grindavík 1 – 0 Njarðvík
Grindavík dugir einn sigur til viðbótar til að komast áfram í undanúrslit.
J´Nathan Bullock var stigahæstur í liði Grindavíkur með 19 stig og 10 fráköst. Sigurður Gunnar Þorsteinsson bætti við 17 stigum og 4 fráköstum. Hjá Njarðvík var Travis Holmes með 20 stig og 5 fráköst og Cameron Echols bætti við 18 stigum og 4 fráköstum.
 
KR 84-68 Tindastóll
KR 1 – 0 Tindastóll
KR dugir einn sigur í viðbót til að komast áfram í undanúrslit.
Robert Ferguson gerði 21 stig og tók 7 fráköst hjá KR og Dejan Sencanski bætti við 17 stigum og 8 fráköstum. Hjá Tindastól var Curtis Allen með 16 stig og 7 fráköst og Maurice Miller bætti við 13 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum.
 
Meira síðar…
  
Fréttir
- Auglýsing -