spot_img
HomeFréttirÚrslit: Grindavík jafnaði

Úrslit: Grindavík jafnaði

Íslands- og bikarmeistarar Grindavíkur hafa jafnað undanúrslitaeinvígið gegn Njarðvík og er nú staðan 1-1 eftir stóran og öruggan 73-95 sigur Grindvíkinga í Ljónagryfjunni. Lewis Clinch Jr. fór mikinn í liði Grindavíkur með 34 stig og stóru mennirnir Ómar Sævarsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson fóru hamförum! Hjá Njarðvík var Tracy Smith Jr. stigahæstur með 29 stig og 12 fráköst.
 
 
Njarðvík-Grindavík 73-95 (13-25, 23-22, 19-25, 18-23)
 
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 29/12 fráköst, Elvar Már Friðriksson 12/4 fráköst, Logi Gunnarsson 9/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Egill Jónasson 2, Ólafur Helgi Jónsson 2, Ágúst Orrason 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0.
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34, Ómar Örn Sævarsson 18/19 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/18 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10, Ólafur Ólafsson 8/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 8, Hinrik Guðbjartsson 3, Kjartan Helgi Steinþórsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0/5 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Björgvin Rúnarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Viðureign: 1-1
 
Mynd/ [email protected] – Jóhann Árni Ólafsson sækir að Njarðvíkurvörninni í Ljónagryfjunni í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -