spot_img
HomeFréttirÚrslit: Grindavík á toppinn og þriðja tapið hjá Val í röð

Úrslit: Grindavík á toppinn og þriðja tapið hjá Val í röð

 
Þriðja umferð í Iceland Express deild karla hófst í kvöld þar sem Fjölnir og Keflavík unnu útisigra en Grindvíkingar skelltu sér á toppinn með heimasigri gegn ÍR.
Tindastóll 89-97 Fjölnir
Nathan Walkup var stigahæstur Fjölnismanna með 24 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar. Árni Ragnarsson bætti við 23 stigum og 5 fráköstum. Trey Hampton var atkvæðamestur í liði Tindastóls með 28 stig og 8 fráköst og Mo Miller splæsti í þrennu, 18 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar.
 
Grindavík 87-73 ÍR
Ómar Sævarsson gerði sínum fyrrum liðsfélögum í ÍR skráveifu í kvöld með 14 stigum og 4 fráköstum en þriðja leikinn í röð eru Grindvíkingar að fá myndarlegt framlag úr mörgum áttum. Fimm leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira í leiknum. Hjá ÍR var Nemanja Sovic með 17 stig og 11 fráköst og Hjalti Friðriksson gerði 16 stig.
 
Valur 80-110 Keflavík
Steven Gerard fór mikinn í liði Keflavíkur með 34 stig og Charlie Parker bætti við 22. Hjá Valsmönnum var Darnell Hugee með 26 stig og 10 fráköst.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -