spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fyrsti sigur FSu í Keflavík!

Úrslit: Fyrsti sigur FSu í Keflavík!

Í kvöld lýkur níundu umferð í Domino´s-deild karla. Einum leik er lokið þar sem FSu gerði góða ferð til Keflavíkur og vann sinn fyrsta deildarleik í sögunni á heimavelli Keflvíkinga! Lokatölur 100-110 FSu í vil. Þegar þetta er ritað er framlenging að hefjast hjá KR og Tindastól en það var Michael Craion sem tryggði KR framlengingu þegar hann skoraði eftir sóknarfrákast með 0,6 sekúndur til leiksloka.

Chris Woods fór hamförum í liði FSu með 36 stig og 30 fráköst! 30 fráköst eru met á leiktíðinni en fyrir leikinn í kvöld voru 21 frákast það mesta sem hafði verið tekið í einum leik í Domino´s-deild karla. Hjá FSu bætti Christopher Caird svo við 27 stigum, 7 fráköstum og 7 stoðsendingum. 

Í liði Keflavíkur var Earl Brown stigahæstur með 30 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar og Reggie Dupree bætti við 19 stigum og 8 fráköstum. 

Sigurinn í kvöld var annar útisigur FSu í röð og jafnframt annar tapleikur toppliðs Keflavíkur í röð. 

Mynd/ Skúli Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -