spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fyrsti heimasigur KFÍ

Úrslit: Fyrsti heimasigur KFÍ

Ísfirðingar voru rétt í þessu að leggja Valsmenn 71-62 í 1. deild karla en þetta var jafnframt fyrsti heimasigur KFÍ á tímabilinu. Ísfirðingar settu í lás í fjórða og héldu Valsmönnum í aðeins átta stigum og fögnuðu vel og innilega í leikslok og allt sást þetta í beinni útsendingu hjá KFÍ TV sem var eins og best verður á kosið með netútsendingar.
 
 
Nebosja átti flotta leik fyrir KFÍ með 24 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Birgir Björn Pétursson bætti við tvennu með 21 stig og 13 fráköst. Hjá Val var Illugi Auðunsson með 15 stig og 12 fráköst.
 
Tölfræði leiksins
 
 
Mynd/ KFÍ TV: Heimamenn fagna á Jakanum í dag.
  
Fréttir
- Auglýsing -