Riðlakeppninni í Lengjubikar karla lauk í kvöld með viðureign FSu og Breiðabliks þar sem Iðu-menn höfðu öruggan 98-64 sigur á Blikum.
Gunnar Ingi Harðarson var stigahæstur í liði FSu með 29 stig og þar af 5/8 í þristum en hjá Breiðablik var Gaðrar Pálmi Bjarnason með 13 stig.
Liðin sem komin eru áfram í karlaflokki
Grindavík
KR
Haukar
Stjarnan
FSu
Tindastóll
Þór Þorlákshöfn
Njarðvík
Mynd úr safni/ Ari Gylfason gerði 13 stig í liði FSu í kvöld



