Fimmtándu umferð í Iceland Express deild karla lauk í kvöld með þremur leikjum þar sem Fjölnismenn komu sáu og sigruðu í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lokatölur voru 70-77 Fjölnismönnum í vil sem léku án leikstjórnandans síns, Ægis Þórs Steinarssonar. Ingvaldur Magni Hafsteinsson var atkvæðamestur í liði Njarðvíkinga með 20 stig en Magnús Þór Gunnarsson setti 17 í liði Njarðvíkinga.
Tindastóll hafði nauman 88-84 sigur gegn Hamri á Sauðárkróki þar sem Cedric Isom fór hamförum í sínum fyrsta leik fyrir Stólana með 41 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Hamri var Marvin Valdimarsson drjúgur með 35 stig.
Garðbæingar gerðu góða ferð á Selfoss og lögðu heimamenn 83-95. Jovan Zdravevski gerði 33 stig fyrir Stjörnuna en í liði FSu var Aleksas Zimnickas með 29 stig og 11 fráköst.
Í 1. deild karla hafði Skallagrímur 78-90 útisigur á Ármanni í Laugardalshöll en framlengja varð að Flúðum þar sem Hrunamenn og Þór Akureyri áttust við. Svo fór að Akureyringar höfðu sigur 89-92 þar sem Bjarki Oddsson setti niður tvö vítaskot fyrir Þórsara þegar 7 sekúndur lifðu leiks.
Nánar síðar…



