Fjölnismenn eru búnir að jafna úrslitarimmuna gegn Skallagrím í 1. deild karla. Annar spennuslagurinn í röð sem liðin buðu upp á þetta kvöldið sem lyktaði með 85-91 sigri gestanna. Collin Pryor fór mikinn í liði Fjölnis í kvöld með 27 stig og 25 fráköst en það var þristur Róberts Sigurðssonar þegar 51 sekúnda lifði leiks sem reið endanlega baggamuninn er hann kom Fjölni í 79-86, heimamenn áttu ekki afturkvæmt í leikinn eftir það.
Sem fyrr var Jean Rony Cadet fyrirferðamikill í liði Skallagríms með 35 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar.
Liðin mætast svo í Dalhúsum þann 20. apríl næstkomandi en vinna þarf þrjá leiki til þess að hreppa sæti í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð.
Skallagrímur-Fjölnir 85-91 (20-14, 24-29, 25-28, 16-20)
Skallagrímur: Jean Rony Cadet 35/11 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 13/7 fráköst, Davíð Ásgeirsson 11/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunnarsson 6/6 fráköst, Kristján Örn Ómarsson 5, Davíð Guðmundsson 3, Hamid Dicko 2, Hjalti Ásberg Þorleifsson 0, Þorsteinn Þórarinsson 0, Bjarni Guðmann Jónson 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0.
Fjölnir: Collin Anthony Pryor 27/25 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 20/4 fráköst, Róbert Sigurðsson 15/5 fráköst/7 stoðsendingar, Egill Egilsson 12/6 fráköst, Sindri Már Kárason 6, Árni Elmar Hrafnsson 6/5 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Valur Sigurðsson 2, Þorgeir Freyr Gíslason 0, Garðar Sveinbjörnsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0, Smári Hrafnsson 0.
Viðureign: 1-1



