spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fjölnir í forystu eftir epískan leik

Úrslit: Fjölnir í forystu eftir epískan leik

Fjölnir leiðir nú 2-1 í úrslitum 1. deildar gegn Skallagrím eftir stórkostlegan leik í Dalhúsum! Lokatölur 102-101 þar sem Collin Pryor kom með sigurstig leiksins úr stökkskoti við endalínuna. Skallagrímur fékk síðustu fimm sekúndur leiksins til þess að svara en boltinn vildi ekki niður og Fjölnismenn fögnuðu sigri! 

Collin Pryor gerði 30 stig í liði Fjölnis í kvöld en hann var einnig með 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Þá var Róbert Sigurðsson með 21 stig og 10 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Sigtryggur Arnar með 26 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Jean Rony Cadet gerði 19 stig og tók 15 fráköst en Cadet gerði aðeins fjögur stig í síðari hálfleik.

Fjölnir-Skallagrímur 102-101 (20-23, 27-23, 35-26, 20-29)

 

Fjölnir: Collin Anthony Pryor 30/7 fráköst/6 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 21/10 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 16/5 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 14, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 9, Árni Elmar Hrafnsson 5, Egill Egilsson 3/4 fráköst, Valur Sigurðsson 2, Sindri Már Kárason 2/4 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 0/4 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 0, Smári Hrafnsson 0. 

Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jean Rony Cadet 19/15 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Guðmundsson 16/5 fráköst, Davíð Ásgeirsson 13, Hamid Dicko 10, Kristófer Gíslason 9/9 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Kristján Örn Ómarsson 0, Þorsteinn Þórarinsson 0, Bjarni Guðmann Jónson 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0.   

 

Viðureign: 2-1

 

Mynd/ Bára Dröfn 

Fréttir
- Auglýsing -