spot_img
HomeFréttirÚrslit: Fannar með sigurstigin á Króknum

Úrslit: Fannar með sigurstigin á Króknum

 Tindastóll tók á móti Stjörnunni í síðasta leik sautjándu umferðar í Iceland Express deild karla í kvöld. Lokatölur á Króknum voru 68-70 Stjörnunni í vil þar sem fyrirliðin Fannar Freyr Helgason tryggði Stjörnunni sigur með stökkskoti í teignum þegar sex sekúndur voru til leiksloka.
Helgi Rafn Viggósson tók þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda lifði leiks og frestaði þess að stela sigrinum en skotið geigaði og Stjarnan náði í tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni. Þess má geta að Tindastóll vann einmitt fyrri deildarviðureign liðanna í Ásgarði og þá 93-95.
 
Djorde Pantelic er að koma sterkur inn í lið Stjörnunnar en hann var með 22 stig og 11 fráköst í leiknum en í liði heimamanna var Svavar Atli Birgisson með 22 stig.
 
Nánar síðar…
 
Fréttir
- Auglýsing -