KR er Poweradebikarmeistari karla 2016 eftir 95-79 sigur á Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitaviðureign liðanna í Laugardalshöll. Helgi Már Magnússon var valinn besti maður leiksins með 26 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.
Vance Hall var með 34 stig og 6 fráköst í liði Þórs en liðin buðu upp á skemmtilegan bikarúrslitaleik þar sem KR sýndi snilli sína og klókindi í síðari hálfleik og gerðu þannig út um leikinn.
Þetta var ellefti bikartitill KR-inga í karlaflokki en KR er það lið sem unnið hefur flesta bikartitla í karlaflokki.
Nánar um leikinn síðar…



