Í Hveragerði átti Pavel Ermolinskij stjörnuleik fyrir KR, var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð, 17 stig 16 stoðsendingar og 14 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur KR inga heldur var það Brynjar Þór Björnsson sem var sjóðheitur og skoraði 42 stig, hitti úr 9 af 18 þriggja stiga skotum en að auki gaf Brynjar 7 stoðsendingar. Nýi maður þeirra KR inga, Morgan Lewis skoraði 21 stig. Marvin Valdimarsson var enn og aftur stigahæstur Hamarsmanna, nú með 38 stig.
Mynd: [email protected]



