spot_img
HomeFréttirÚrslit eftir bókinni

Úrslit eftir bókinni

Úrslit kvöldsins í Iceland Express deild karla voru eftir bókinni. Eins og fram hefur komið á karfan.is vann Keflavík Tindastól örugglega, Njarðvík sigraði Breiðablik í Smáranum 120-77 og í Hveragerði unnu KR ingar heimamenn 116-88. Í 1. deild karla voru tveir leikir og unnust þeir báðir á útivelli, Höttur lagði Skallagrím í Borgarnesi 103-91 og í Vodafonehöllinni unnu Þorlákshafnar Þórsarar 87-84.

 

Magnús Gunnarsson var stigahæstur Njarðvíkinga í Smáranum, skoraði 25 stig, hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum en allir 12 leikmenn Njarðvíkur skoruðu í kvöld. Arnar Pétursson var stigahæstur heimamanna með 18 stig.

Í Hveragerði átti Pavel Ermolinskij stjörnuleik fyrir KR, var með þrefalda tvennu annan leikinn í röð, 17 stig 16 stoðsendingar og 14 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur KR inga heldur var það Brynjar Þór Björnsson sem var sjóðheitur og skoraði 42 stig, hitti úr 9 af 18 þriggja stiga skotum en að auki gaf Brynjar 7 stoðsendingar. Nýi maður þeirra KR inga, Morgan Lewis skoraði 21 stig. Marvin Valdimarsson var enn og aftur stigahæstur Hamarsmanna, nú með 38 stig.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -