spot_img
HomeFréttirÚrslit Domino´s deildar kvenna hefjast í dag

Úrslit Domino´s deildar kvenna hefjast í dag

Þá er komið að því! Úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna hefst í dag en það eru deildarmeistarar Snæfells og bikarmeistarar Hauka sem leika munu um Íslandsmeistaratitilinn. Fyrsti leikur liðanna er s.s. í dag og hefst kl. 18:00 í Stykkishólmi þar sem Snæfell hefur heimaleikjaréttinn í seríunni. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. 
 
Aðeins Haukar hafa orðið Íslandsmeistarar áður svo Hólmarar eru á höttunum eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Síðan úrslitakeppnin var tekin upp í efstu deild kvenna hafa Haukar þrívegis orðið Íslandsmeistarar, síðast árið 2009 en þá var liðið einnig deildarmeistari.
 
Þá er einnig leikið til úrslita í 2. deild karla í dag en þar mætast ÍG og Álftanes kl. 14:00 í Kennaraháskólanum. Bæði liðin hafa tryggt sér sæti í 1. deild á næsta tímabili en nú er keppt um sigurinn í deildinni.
 
 
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson – Hildur Björg Kjartansdóttir og Snæfellskonur fá Hauka í Hólminn í dag í fyrstu viðureign liðanna í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn.
Fréttir
- Auglýsing -