spot_img
HomeFréttirÚrslit: Deildarmeistararnir sleppa fyrir horn - áfram í undanúrslitin

Úrslit: Deildarmeistararnir sleppa fyrir horn – áfram í undanúrslitin

Oddaleikur Hauka og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Háspennuleikur sem lauk með sigri Hauka 72-66 eftir æsispennandi lokasekúndur.  Kári Jónsson leiddi Hauka með 21 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, en Paul Anthony Jones jr. kom næstur með með 19 stig og þar af 3 stiga skot frá eigin vallarhelmingi rétt áður en flautan gall.  Hjá Keflavík var það Hörður Axel Vilhjálmsson sem dróg vagninn með 16 stig og 6 stoðsendingar.

 

Úrvalsdeild karla, Úrslitakeppni

Haukar-Keflavík 72-66 (22-18, 11-20, 14-15, 25-13)
Haukar: Kári Jónsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Paul Anthony Jones III 17/10 fráköst, Breki Gylfason 9, Finnur Atli Magnússon 8/10 fráköst, Emil Barja 7/4 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Hjálmar Stefánsson 5/8 fráköst, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Óskar Már Óskarsson 0, Kristján Leifur Sverrisson 0/6 fráköst, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Hilmar Pétursson 0.
Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 16/4 fráköst/6 stoðsendingar, Christian Dion Jones 15/14 fráköst, Guðmundur Jónsson 14, Magnús Már Traustason 8/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 6, Dominique Elliott 4, Reggie Dupree 3, Andri Daníelsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Ágúst Orrason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson

Viðureign: 3-2

Fréttir
- Auglýsing -