18:21
{mosimage}
(Ari Gunnarsson og stelpurnar hans unnu góðan sigur í vesturbænum í dag)
Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express-deild kvenna í dag og einn leikur í 1. deild karla.
Grindavík vann stórsigur á Fjölni í Grafarvogi 60-92 í IE-deild kvenna.
Vestur í bæ töpuðu KR-ingar fyrir Hamri 65-76 þar sem LaKiste Barkus skoraði 22 stig fyrir Hamar og Hildur Sigurðardóttir skoraði 24 fyrir KR.
Þá unnu Keflavíkurstúlkur stórsigur á Snæfell í Stykkishólmi 90-57.
Í 1. deild karla unnu Hattarmenn Hrunamenn 89-85 á Egilsstöðum.
Mynd: [email protected]