spot_img
HomeFréttirÚrslit dagsins: KR burstaði Val í Iceland Express deild kvenna UPPFÆRT

Úrslit dagsins: KR burstaði Val í Iceland Express deild kvenna UPPFÆRT

18:50

{mosimage}

Hildur Sigurðardóttir átti stórleik í dag 

Leikjum dagsins er nú að ljúka hverjum af öðrum. Í Iceland Express deild kvenna fóru fram tveir leikir og í DHL höllinni sigraði KR Val 93-57 og eru Valsstúlkur því enn án sigurs í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með þrefalda tvennu í leiknum, 15 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. Monique Martin var þó stigahæst KR stúlkna með 41 stig auk þess að taka 18 fráköst. Signý Hermannsdóttir var einnig með þrefalda tvennu fyrir Val, skoraði 20 stig auk þess sem hún tók 12 fráköst og varði 11 bolta.

 

Í Hveragerði tóku heimastúlkur á móti Fjölnisstúlkum og fór svo að stúlkurnar úr Grafarvogi unnu 66-61 og þar með unnu þær í fyrsta leik undir stjórn Grétu Maríu Grétarsdóttur. Þetta var þeirra fyrsti sigur í vetur en Hamarsstúlkur eru enn án sigurs. La K. Barkus var stigahæst hjá Hamri með 29 stig en fyrir Fjölni skoraði Slavica Dimovska mest, 30 stig.

Í 1. deild karla náðu Ísfirðingar ekki að fylgja eftir góðum úrslitum í gær. Þeir töpuðu fyrir Hetti 92-78 og eru Hattarmenn taplausir á heimavelli það sem af er hausti.

Þá taka Reynismenn í Sandgerði á móti Haukum í 1. deild karla en þeim leik er ekki lokið en Haukar leiddu 52-33 í hálfleik. Haukar sigruðu að lokum 90-61 og skoraði Marel Guðlaugsson 24 stig og tók 15 fráköst.

[email protected]

Mynd: Óli Brynjar

Fréttir
- Auglýsing -