spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÚrslit dagsins í fyrstu deildinni

Úrslit dagsins í fyrstu deildinni

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í dag.

Um var að ræða síðustu leiki deildarinnar fyrir úrslitakeppni, en hún hefst þann 25. mars.

Þór lagði Breiðablik í Smáranum, KR hafði betur gegn Tindastóli á Meistaravöllum, Ármann vann Aþenu í Austurbergi og í Umhyggjuhöllinni unnu deildarmeistarar Stjörnunnar lið Snæfells með minnsta mun mögulegum.

Stjarnan hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratitil deildarinnar, en fengu afhendan bikarinn eftir leik sinn gegn Snæfell í Umhyggjuhöllinni. Sigurinn í deildinni þýðir þó ekki að liðið fari beint upp, en þar sem aðeins eitt lið fer á milli þeirrar fyrstu og Subway deildarinnar, er það úrslitakeppni efstu fjögurra liðanna sem sker úr um hvaða lið það verður sem fer upp.

Úrslitakeppni deildarinnar er þó ljós og eins og tekið var fram fer hún af stað þann 25. mars með tveimur leikjum. Þar munu deildarmeistarar Stjörnunnar mæta KR í fyrra undanúrslitaeinvíginu, en í því seinna eigast við Þór og Snæfell.

Úrslit dagsins

Fyrsta deild kvenna

Breiðablik 41 – 138 Þór

Breiðablik b: Embla Hrönn Halldórsdóttir 14, Inga Sigríður Jóhannsdóttir 7/6 fráköst, María Vigdís Sánchez-Brunete 6, Björk Bjarnadóttir 4, Selma Pedersen Kjartansdóttir 3, Lilja Dís Gunnarsdóttir 3, Sandra Ilievska 2, Þórdís Rún Hjörleifsdóttir 2/4 fráköst, Hera Magnea Kristjánsdóttir 0, Ivy Alda Guðbjargardóttir 0, Elin Lara Reynisdottir 0, Eva Bryndís Guðrúnardóttir 0.


Þór Ak.: Emma Karólína Snæbjarnardóttir 22/5 fráköst, Hrefna Ottósdóttir 19/4 fráköst, Vaka Bergrún Jónsdóttir 19, Madison Anne Sutton 18/10 fráköst/10 stoðsendingar/5 stolnir, Karen Lind Helgadóttir 15/6 fráköst, Tuba Poyraz 15/16 fráköst, Eva Wium Elíasdóttir 10/6 stolnir, Katrín Eva Óladóttir 9/5 fráköst, Heiða Hlín Björnsdóttir 9/4 fráköst, Valborg Elva Bragadóttir 2.

KR 81 – 73 Tindastóll

KR: Violet Morrow 23/14 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 16/5 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 11/5 stoðsendingar, Anna María Magnúsdóttir 8, Fanney Ragnarsdóttir 8/4 fráköst/7 stoðsendingar, Anna Fríða Ingvarsdóttir 5, Lea Gunnarsdóttir 4/7 fráköst, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir 4, Steinunn Eva Sveinsdóttir 2, Kolfinna Margrét Briem 0, Hildur Arney Sveinbjörnsdóttir 0, Arndís Rut Matthíasardóttir 0.


Tindastóll: Jayla Nacole Johnson 27/7 fráköst, Emese Vida 21/14 fráköst, Eva Rún Dagsdóttir 10/5 fráköst/10 stoðsendingar, Klara Sólveig Björgvinsdóttir 8, Inga Sólveig Sigurðardóttir 6, Rebekka Hólm Halldórsdóttir 1/4 fráköst, Emma Katrín Helgadóttir 0, Ingigerður Sól Hjartardóttir 0, Fanney María Stefánsdóttir 0, Nína Karen Víðisdóttir 0, Kristín Halla Eiríksdóttir 0.

Aþena 45 – 54 Ármann

Aþena/Leiknir/UMFK: Nerea Brajac 12/17 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Ása Lind Wolfram 12, Madison Marie Pierce 7, Mária Líney Dalmay 5/6 fráköst, Kolbrún Ástríður Ingþórsdóttir 4/5 fráköst, Gréta Björg Melsted 3, Darina Andriivna Khomenska 2, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.


Ármann: Elfa Falsdottir 12/8 fráköst, Jónína Þórdís Karlsdóttir 11/11 fráköst, Telma Lind Bjarkadóttir 11/6 fráköst, Þóra Birna Ingvarsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 4/6 fráköst, Hildur Ýr Káradóttir Schram 3/5 fráköst, Ingunn Erla Bjarnadóttir 2/5 fráköst, Elísabet M. Mayböck Helgadóttir 2/5 fráköst, Vilborg Óttarsdóttir 1, Auður Hreinsdóttir 0, Schekinah Sandja Bimpa 0, Camilla Silfá Jensdóttir 0.

Stjarnan 74 – 73 Snæfell

Stjarnan: Ísold Sævarsdóttir 15/8 fráköst, Bára Björk Óladóttir 14, Kolbrún María Ármannsdóttir 14/10 fráköst, Riley Marie Popplewell 13/17 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 13, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 5/4 fráköst, Kristjana Mist Logadóttir 0, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0, Hrafndís Lilja Halldórsdóttir 0, Elísabet Ólafsdóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0.


Snæfell: Cheah Emountainspring Rael Whitsitt 24/19 fráköst, Preslava Radoslavova Koleva 21/7 fráköst, Minea Ann-Kristin Takala 10/7 fráköst, Ylenia Maria Bonett 8/14 fráköst/5 stoðsendingar, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Adda Sigríður Ásmundsdóttir 3, Birgitta Mjöll Magnúsdóttir 0, Heiðrún Edda Pálsdóttir 0, Dagný Inga Magnúsdóttir 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Gígja Guðjónsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -