Sextán liða úrslit EuroBasket 2022 rúlluðu af stað í dag með fjórum leikjum.
Áfram tryggðu sig Frakkland með sigri á Tyrklandi, Slóvenía vann Belgíu, Þýskaland lið Svartfjallalands og í síðasta leik dagsins hafði Spánn betur gegn Litháen.
Sextán liða úrslitin klárast svo á morgun með fjórum leikjum, en átta liða úrslitin verða síðan leikin á þriðjudag og miðvikudag.
Hérna er dagskrá sextán liða úrslita
10. september
Tyrkland 86 – 87 Frakkland
Slóvenía 88 – 72 Belgía
Þýskaland 85 – 79 Svartfjallaland
Spánn 102 – 94 Litháen