spot_img
HomeFréttirÚrslit dagsins á HM: Bandaríkin rétt mörðu Brasilíu

Úrslit dagsins á HM: Bandaríkin rétt mörðu Brasilíu

 
Þriðja keppnisdegi á HM í Tyrklandi er nú lokið með sex leikjum en aðeins lið í A og B riðli léku í dag en á morgun fara líka fram sex leikir og þá leika aðeins lið í C og D riðli. Bandaríkjamenn sluppu með skrekkinn þegar þeir rétt mörðu Brasilíu 70-68.
Bandaríkin 70-68 Brasilía
Brassarnir fengu kjörin tækifæri til þess að koma leiknum í framlengingu. Huertas brenndi af tveimur vítaskotum þegar 3 sekúndur voru til leiksloka í stöðunni 70-68 Bandaríkjamönnum í vil. Garcia náði sóknarfrákastinu eftir víti Huertas, gaf á Barbosa sem fékk skot í teignum og annað tækifæri til að jafna leikinn en skotið geigaði og Bandaríkjamenn fögnuðu sigri. Eftir tvo stórsigra á mótinu fengu Ólympíumeistararnir verðuga mótspyrnu og hver veit nema þetta gefi komandi andstæðingum Bandaríkjanna byr undir báða vængi.
Kevin Durant var allt í öllu hjá Bandaríkjunum með 27 stig og 10 fráköst en í liði Brasilíu var Marcus Vinicius stigahæstur með 16 stig og nýjasti leikmaður San Antonio Spurs, Tiago Splitter, gerði 13 stig fyrir Brasilíu og tók 10 fráköst.
 
Jórdanía 69-112 Serbía
Osama Daghles var stigahæstur Jórdana með 19 stig en hjá Serbum var Marko Keselj atkvæðamestur með 21 stig.
 
Slóvenía 91-84 Króatía
Slokar og Lakovic voru stigahæstir í liði Slóvena báðir með 15 stig en hjá Króötum var Roko Ukic leikmaður Fenerbache í Tyrklandi stigahæstur með 20 stig og 7 stoðsendingar.
 
Túnis 58-71 Íran
Mejri og Ben Romdhane voru stigahæstir í tapliði Túnisa báðir með 10 stig en hjá Írönum var Hamed Haddadi leikmaður Memphis Grizzlies í NBA deildinni stigahæstur með 23 stig og 13 fráköst.
 
Ástralía 78-43 Þýskaland
Patrick Mills var stigahæstur í liði Ástrala sem rassskellti Þjóðverja. Mills gerði 16 stig í leiknum og gaf 7 stoðsendingar en hjá Þjóðverjum var Robin Benzing stigahæstur með 11 stig.
 
Angóla 70-91 Argentína
Joaquim Gomes var stigahæstur í liði Angóla með 16 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en liði Argentínu var Luis Scola stigahæstur með 32 stig.
 
Einu taplausu lið mótsins í dag eru Argentína, Tyrkland, Grikkland, Bandaríkin, Frakkland og Litháen.

Staðan í riðlunum

 
Ljósmynd/ www.fiba.com Stuðningsmenn Brasilíu voru á nálum í Tyrklandi í kvöld þegar lið þeirra eygði von um að leggja Bandaríkjamenn. Bæði lið skoruðu aðeins 9 stig í fjórða leikhluta sem var æsispennandi.
 
Fréttir
- Auglýsing -