Keflavík hefur tekið 2-1 forystu í úrslitum Domino´s deildar kvenna eftir öruggan 72-51 sigur á KR í þriðju viðureign liðanna í kvöld. Birna Valgarðsdóttir og Jessica Jenkins voru stigahæstar í liði Keflavíkur báðar með 17 stig en Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir gerði 11 stig í liði KR.
Keflavík þarf aðeins einn sigur til viðbótar til þess að verða Íslandsmeistari. Liðin mætast aftur í sínum fjórða leik mánudaginn 29. apríl næstkomandi. 51 stig hjá KR í kvöld er næstlægsta skor úrslitakeppninnar í kvennaflokki þetta árið, Snæfell á lægsta skorið í úrslitakeppninni en liðið skoraði aðeins 50 stig á heimavelli í Hólminum gegn KR í undanúrslitum í þriðju viðureign liðanna.
Keflavík-KR 72-51 (25-11, 11-9, 19-22, 17-9)
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/12 fráköst, Jessica Ann Jenkins 17/8 fráköst/5 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 10/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sara Rún Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.
KR: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/5 fráköst, Shannon McCallum 9/14 fráköst/5 stoðsendingar, Rannveig Ólafsdóttir 7, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6/5 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 6/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 3, Sara Mjöll Magnúsdóttir 3/6 fráköst, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Gunnhildur Bára Atladóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0.
Nánar síðar…