spot_img
HomeFréttirÚrslit: Akureyringar á toppinn á nýjan leik

Úrslit: Akureyringar á toppinn á nýjan leik

 
Þrír leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld þar sem Þór Akureyri tyllti sér um stundarsakir á topp deildarinnar með öruggum 102-51 sigri á nýliðum Leiknis. Nú eru bæði Þórsliðin, frá Þorlákshöfn og Akureyri, á toppi deildarinnar með 12 stig en lærisveinar Benedikts Guðmundssonar úr Þorlákshöfn eiga leik til góða á norðanmenn.
Þór Akureyri 102-51 Leiknir
Wesley Hsu gerði 19 stig í liði Þórs en hjá Leikni var Hallgrímur Tómasson með 13 stig og 10 fráköst.
 
Skallagrímur 96-85 Ármann
Halldór Gunnar Jónsson fór hamförum í liði Skallagríms og setti niður 8 þrista í 11 tilraunum! Fregnir úr Borgarnesi herma að Halldór ætli að flýta sér heim og smella hægri höndinni í ísbað. Halldór lauk leik með 31 stig en hjá Ármenningum var Steinar Aronsson með 26 stig. Antonio Houston er ekki lengur í herbúðum Ármenninga en hann fór heim á dögunum.
 
Valur 90-79 FSu
Calvin Wooten gerði 30 stig í liði Vals sem unnu leikinn á síðustu fjórum mínútunum eftir jafnar og spennandi 36 mínútur þar á undan. Richard Field var með enn eina tröllatvennuna í liði FSu en kappinn gerði 28 stig og tók 26 fráköst! Valur Orri Valsson gerði svo 20 stig til viðbótar hjá FSu sem og Hörður Helgi Hreiðarsson í liði Vals.
 
Ljósmynd/ Halldór Gunnar Jónsson var sjóðandi með Borgnesingum í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -