spot_img
HomeFréttirÚrslit: 12 ára bið lokið og stórleikur hjá Lewis

Úrslit: 12 ára bið lokið og stórleikur hjá Lewis

Tindastóll vann í kvöld sinn fyrsta útisigur á Grindavík í deildarkeppni úrvalsdeildarinnar í 12 ár! Liðin áttust við í lokaleik áttundu umferðar þar sem lokatölur reyndust 97-102 Tindastól í vil. Darrel Lewis fyrrum leikmaður Grindavíkur fór mikinn í kvöld með 45 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Síðast þegar Tindastóll vann leik í Röstinni í deildarkeppni úrvalsdeildar var árið 2002 og fór leikurinn 105-108 fyrir Tindastól.
 
 
Jón Axel Guðmundsson lék með Grindavík í kvöld en hann er á landinu í „Thanksgiving“ fríi frá miðskólanum í Bandaríkjunum en heldur aftur út í vikunni. Jón gerði 14 stig, tók 5 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í liði Grindavíkur en stigahæstur var Rodney Alexander með 27 stig og 5 fráköst.
 
Grindavík-Tindastóll 97-102 (20-20, 18-24, 27-31, 32-27)
 
Grindavík: Rodney Alexander 27/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 23/8 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20/9 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 14/5 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 5, Ómar Örn Sævarsson 4/12 fráköst, Hilmir Kristjánsson 4, Þorsteinn Finnbogason 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.
Tindastóll: Darrel Keith Lewis 45, Myron Dempsey 27/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 11/4 fráköst/12 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 8/8 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 8, Helgi Freyr Margeirsson 3, Viðar Ágústsson 0, Þráinn Gíslason 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Björgvin Rúnarsson, Davíð Tómas Tómasson
 
Staðan í deildinni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 8/0 16
2. Tindastóll 7/1 14
3. Stjarnan 5/3 10
4. Haukar 5/3 10
5. Keflavík 4/4 8
6. Njarðvík 4/4 8
7. Þór Þ. 4/4 8
8. Snæfell 4/4 8
9. ÍR 2/6 4
10. Grindavík 2/6 4
11. Fjölnir 2/6 4
12. Skallagrímur 1/7 2
 
Úrslit kvöldsins í 1. deild karla
 
Þá skellti FSu sér á toppinn með Hamri og Hetti í 1. deild karla en þessi þrjú lið hafa 12 stig en Hamar á leik til góða á bæði FSu og Hött. FSu lagði KFÍ í kvöld 101-86.

FSu-KFÍ 101-86 (34-22, 28-19, 14-26, 25-19)
 
FSu: Collin Anthony Pryor 27/18 fráköst, Ari Gylfason 24/4 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 22/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 10/8 stoðsendingar, Birkir Víðisson 7/5 stoðsendingar, Þórarinn Friðriksson 6, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Maciej Klimaszewski 2, Svavar Ingi Stefánsson 0, Adam Smári Ólafsson 0, Fraser Malcom 0.
KFÍ: Nebojsa Knezevic 27/4 fráköst/6 stolnir, Birgir Björn Pétursson 26/14 fráköst, Óskar Kristjánsson 14, Pance Ilievski 9/4 fráköst, Haukur Hreinsson 6, Florijan Jovanov 2, Björgvin Snævar Sigurðsson 2, Jóhann Jakob Friðriksson 0, Sturla Stigsson 0, Birgir Örn Birgisson 0.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Þorkell Már Einarsson
 
Staðan í 1. deild karla
Nr. Lið U/T Stig
1. FSu 6/2 12
2. Hamar 6/1 12
3. Höttur 6/2 12
4. Valur 4/3 8
5. Breiðablik 4/4 8
6. ÍA 3/4 6
7. KFÍ 2/7 4
8. Þór Ak. 0/8 0
 
 
Fréttir
- Auglýsing -