Í kvöld hefjast úrslitin í 1. deild karla þegar Fjölnir og Höttur mætast í Dalhúsum. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15. Fjölnismenn hafa heimaleikjaréttinn í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í Domino´s deild karla á næstu leiktíð.
Höttur sópaði Þór Akureyri út úr undanúrslitum en Fjölnismenn lögðu Blika í oddaleik. Fjölnir lauk keppni í 2. sæti deildarinnar með 26 stig en Höttur hafnaði í 4. sæti með 24 stig. Hattarmenn unnu báðar deildarviðureignir liðanna á tímabilinu og þeim dugir ekkert annað en amk einn sigur í Dalhúsum til að sjá sól úrvalsdeildar á ný svo þið getið bókað að hér verður alvöru rimma í boði.
Mynd/ [email protected] – Hinn 18 ára gamli Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur gert 12,6 stig, tekið 4,6 fráköst og gefið 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Hetti á tímabilinu.



